Það er alveg með ólíkindum að það sé ekki hægt að láta neitt í frið lengur..
Hér var síðan petur.org í mesta sakleysi og hefur verið það í mörg ár..
Einhverjir andskotans apakettir úti í heimi réðust á síðuna og hökkuðu hana þannig að henni var lokað. Ekki er gott að segja hvernig þeir komust inn á hana en það er svosem kannski ekki svo erfitt ef viljinn og kunnáttan er fyrir hendi.
Hugsanleg ástæða þess að hægt var að eyðileggja síðuna er sú að hún var heimasmíðuð úr ýmsum kerfum, sumum ansi gömlum. Nú þegar síðan kemur aftur á netið er hún gerð í CMS kerfi og verður þarafleiðandi væntanlega auðveldara að eiga við hana. Það á eftir að koma í ljós.
Efnið sem var inni á gömlu síðunni er væntanlega allt til og ætla ég að koma því inn aftur eftir því sem þurfa þykir.