Þann 14. mars gekk mikið veður yfir landið, hafði það viðkomu á húsbílnum okkar.
Reif það upp klæðnigu aftan til á vinstri hlið bílsins en náði ekki innra birgði af sem betur fer, þá er víst að illa hefði farið.
Það var góður granni í næstu götu sem sá út um gluggan hjá sér klæðninguna rifna frá bílnum, og í fljótheitum fann maðurinn
símanúmer sem tilheyrir húsinu okkar og hringdi. Kom maðurinn síðan í lofköstum yfir hraunið og hjápaði okkur að koma í veg
fyrir frekari skemmdir. Þökk sé þessum góða manni fyrir hans snarræði (hann er auðvita Bolvíkingur).